Við bjóðum upp á nýjar og nýlegar hópbifreiðar með öllum helstu þægindum og öryggi sem er mikilvægt þegar kemur að ferðalögum um Ísland. Þegar þú finnur fyrir öryggi líður þér vel – þegar þér líður vel nýturðu ferðalagsins betur.
Góða ferð!
Fréttir
Skráning á póstlista Hópbíla
HREINLÆTI í forgang
Hópbílar hafa ávallt lagt mikið upp úr hreinlæti í bílum sínum og hafa gefið út sérstaka vinnulýsingu um umhirðu bílanna. Félagið hefur lengi rekið sína eigin þvottastöð með sjálfvirkri þvottavél og miklar kröfur eru gerðar um þrif á bílum, bæði að utan og innan. Í lengri ferðum sjá bílstjórar um dagleg þrif eins og aðstæður leyfa.
Bílarnir okkar
Hópbílar hf. hafa ætíð lagt mikla áherslu á að bjóða upp á nýjar og nýlegar rútur, því getum við með stolti sagt að meðalaldur okkar rúta er ekki nema um 6 ár.
Í boði eru ýmsar stærðir og gerðir rúta frá 16 og upp í 63 sæta. Rúturnar eru sérlega vel útbúnar með margskonar aukabúnaði,
til dæmis fríu internet og fleira til að gera ferðalagið öruggt, þægilegt og ánægjulegt.
framtíðin ræðst af því sem gert er í dag!
Frá og með árinu 2020 munu Hópbílar, í samstarfi við Kolvið, kolefnisjafna rútubílaflota félagsins.
Við erum mjög meðvituð um umhverfisáhrif starfseminnar og það er einlæg stefna okkar að lágmarka þau áhrif og bæta stöðugt árangur í umhverfismálum.
Við erum mjög stolt að vera fyrst rútufyrirtækja að kolefnisjafna akstur rútuflotans okkar og leggja þannig okkar af mörkum í baráttunni gegn þeirri vá sem losun gróðurhúsalofttegunda er.
Við ferðumst með þér!
Takmark Hópbíla er að fólki líði vel í ferðunum og stór hluti þess er öryggi og sú frelsistilfinning sem fylgir því að vera öruggur á ferðum sínum. Hópbílar leitast við að veita þér bestu þjónustu á hagstæðasta verði sem mögulegt er.
öryggi í forgangi
Hópbílar er fyrirtæki sem umhugað er um öryggi og heilsu starfsmanna og farþega. Fyrirtækið er leiðandi á þessu sviði og býður upp á hæfa og vel þjálfaða bílstjóra og nýlegar rútur. Með því er stuðlað að öryggi og þægindum eins og best verður á kosið.