HÓPBÍLAR

Fyrirtækin uppfylla kröfur alþjóðlega umhverfisstjórnunarstaðalsins ISO 14001:2004

Umhverfisvænt ferðalag

Umhverfismálefni

ÖRYGGIS-OG HEILSUVERNDARSTEFNA HÓPBÍLA OG HAGVAGNA

Hópbílar og Hagvagnar eru fyrirtæki sem er umhugað um öryggi og heilsu starfsmanna og farþega.  Fyrirtækin vilja vera leiðandi á þessu sviði og leitast því við að bjóða upp á hæfa og vel þjálfaða bílstjóra og nýlega bíla. Með því er stuðlað að öryggi og þægindum eins og best verður á kosið.

Hópbílar og Hagvagnar hafa sett sér þau markmið að..

Endurskoða Öryggis- og heilsuverndarstefnu fyrirtækjanna reglulega og vinna að stöðugum umbótum á sviði heilsu- og öryggismála

Efla öryggisvitund starfsmanna og annara hagsmunaaðila með..

·            Reglulegri fræðslu

·            Hvatningu til starfsmanna að framkvæma verk sín á öruggan hátt

·            Veita starfsmönnum, verktökum og gestum leiðsögn og þjálfun í heilsuverndar- og öryggismálum

 

Greina áhættuþætti í vinnuumhverfi starfsmanna og vinna að úrbótum til áhættuminnkunar

Stefna á slysalaust vinnuumhverfi þ.e.a.s að starfsmenn slasist ekki eða verði fyrir heilsufarslegu tjóni við vinnu sína

Ástunda virka atvikaskráningu með áherslu á skráningu næstum slysa

Velja birgja og verktaka með tilliti til frammistöðu þeirra í öryggismálum

Fylgjast vel með þeirri þróun sem á sér stað á lagaumhverfinu m.t.t. heilsu- og öryggismála og fylgja í hvívetna þeim kröfum sem gerðar eru hverju sinni

Fyrirtækin uppfylli kröfur alþjóðlega heilsu- og öryggisstaðalsins OHSAS 18001

Starfsmenn þess og hagsmunaðilar þekki öryggis- og heilsuverndarstefnuna og séu þátttakendur í því að framfylgja henni

Til að ná þessu munu Hópbílar og Hagvagnar:

Tryggja að stöðugt sé fylgst með áhættum í vinnuumhverfi starfsmanna, áhættuþættir séu greindir og úrbætur skilgreindar

 Fylgjast stöðugt með  starfsumhverfi starfsmanna. Þar skal sjónum beint að aðbúnaði, vinnuskipulagi, fræðslu, félagslegum og andlegum þáttum vinnunnar og öryggismálum

 Greina umhverfisþætti sem lið í bættu öryggi starfa

 Viðhalda eftirliti og vöktun á vinnusvæðum til þess að greina hættur áður en skaði hlýst af

 Útiloka notkun efna sem geta valdið heilsuspillandi áhrifum

 Viðhalda virkri skráning atvika

 Framkvæma kerfisbundna nálgun á rannsókn atvika

 Uppfæra, viðhalda og æfa neyðar- og viðbragðsáætlun

 

 

 

 

 

UMHVERFISSTEFNA HÓPBÍLA OG HAGVAGNA

Hópbílar og Hagvagnar eru fyrirtæki sem með starfsemi sinni geta haft neikvæð áhrif á umhverfið og eru háð lögum og reglugerðum um umhverfismál.

Við erum mjög meðvituð um umhverfisáhrif starfseminnar og það er einlæg stefna okkar að lágmarka þau áhrif, bæta stöðugt árangur í umhverfismálum og gera umhverfisvernd hátt undir höfði í starfsemi félaganna.

Með þetta í huga nota Hópbílar og Hagvagnar umhverfisstjórnunarstaðalinn ISO 14001 sem leiðarvísi í allri sinni starfsemi.

 Hópbílar og Hagvagnar hafa sett sér þau markmið að..

 Endurskoða Umhverfisstefnu fyrirtækjanna reglulega og vinna að stöðugum umbótum á umhverfisstjórnunarkerfi fyrirtækjanna

Stuðla að mengunarvörnum með því að..

·        Vakta mikilvæga umhverfisþætti í starfsemi               fyrirtækjanna

·        Lágmarka og flokka úrgang sem fellur til                   hjá fyrirtækjunum

·         Draga úr mengandi útblæstri frá bílum                     fyrirtækjanna

Stuðla að sjálfbærri þróun með minni notkun hráefna, endurnýtingu og endurnotkun

Velja birgja með hagsmuni umhverfisverndar að leiðarljósi

Haga starfsemi fyrirtækjanna í samræmi við gildandi lög og reglur um umhverfismál sem og að fylgjast vel með breytingum á lögum og reglugerðum

Efla umhverfisvitund starfsmanna með fræðslu og þjálfun og hvatningu um að framkvæma verk sín á umhverfisvænan hátt

Fyrirtækin uppfylli kröfur alþjóðlega umhverfisstjórnunarstaðalsins ISO 14001:2015

Leggja áherslu á að starfsmenn og hagsmunaðilar þekki umhverfisstefnuna og séu þátttakendur í að framfylgja henni

 

Smellið á myndina til að skoða umhverfis- og öryggisskýrslu Hópbíla og Hagvagna 2018 á PDF sniði

Smellið á myndina til að skoða umhverfis- og öryggisskýrslu Hópbíla og Hagvagna 2017 á PDF sniði

EINELTIS-OG KYNFERÐISSTEFNA HÓPBÍLA OG HAGVAGNA

Það er stefna Hópbíla og Hagvagna að tryggja í alla staði öruggt starfsumhverfi á starfsstöðvum félaganna, þar með talið félagslega og andlega þætti.

Það er sameiginlegt verkefni stjórnenda og starfsmanna að stuðla að fyrirbyggjandi aðgerðum til að draga úr líkum á að aðstæður til eineltis eða kynferðislegs áreitis myndist á vinnustaðnum.

Upplifi starfsmenn eða verði þeir vitni að slíku athæfi skal undir eins bregðast við samkvæmt viðbragðsáætlun.

 Hópbílar og Hagvagnar nota eftirfarandi skilgreiningar úr reglugerð nr. 1009/2015 um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum:

Einelti er síendurtekin hegðun sem almennt er til þess fallin að valda vanlíðan hjá þeim sem fyrir henni verður, svo sem að gera lítið úr, móðga, særa eða ógna viðkomandi eða að valda honum ótta

Kynferðisleg áreitni er hvers kyns kynferðisleg hegðun sem er í óþökk þess sem fyrir henni verður og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi, einkum þegar hegðunin leiðir til ógnandi, fjandsamlegra, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi aðstæðna. Hegðunin getur verið orðbundin, táknræn og/eða líkamleg

 

Hópbílar og Hagvagnar hafa sett sér þau markmið að..

 Fræða alla starfsmenn um hvað kynferðislegt ofbeldi og einelti sé, hvað í því felst og hvert birtingaformið getur verið

Tryggja góð samskipti á vinnustaðnum með upplýsingagjöf, opinni umræðu, kurteisi og virðingu

Stuðla að umburðarlyndi gagnvart þjóðerni, fötlun, kynhegðun, kynferði eða öðru sem kann að aðgreina starfsmann frá öðrum í starfshópnum

Stuðla að jákvæðum starfsanda, sjálfstæði í starfi og möguleikum starfsmanna að hafa áhrif á starfið

Fylgja viðbragðsáætlun og tryggja nauðsynlega eftirfylgni komi atvik upp

Lágmarka fjarveru starfsmanna komi upp mál sem tengjast kynferðislegu ofbeldi eða einelti með því að bjóða upp á aðstoð utanaðkomandi aðila til lausnar á málum

Starfsmenn þekki stefnuna og séu þátttakendur í að framfylgja henni

Einelti og kynferðisleg áreitni verða ekki liðin innan fyrirtækjanna.  Komi hins vegar upp mál ef þessum toga mega gerendur eiga von á skriflegri áminningu, tilfærslu í starfi og hugsanlega, uppsögn.