Bílstjórarnir
Bílstjórar og aðrir starfsmenn Akstursþjónustu Hópbíla eiga að fara eftir lögum, reglum og leiðbeiningum velferðarráðuneytisins um ferðaþjónustu fatlaðs fólks frá janúar 2012.
- Bílar Akstursþjónustu Hópbíla fara reglulega í stranga gæða- og öryggisskoðun.
- Bílstjórar Akstursþjónustunnar fara á námskeið til að efla skilning á mismunandi þörfum farþega. Námskeiðið á að hjálpa bílstjórunum að veita góða þjónustu.
- Bílstjórar Akstursþjónustunnar hafa aukin ökuréttindi.
- Bílstjórar Akstursþjónustunnar hafa sótt skyndihjálparnámskeið.
- Bílstjórar Akstursþjónustunnar þurfa að skila inn sérstöku sakavottorði vegna kynferðisbrota.
- Bílstjórar Akstursþjónustunnar þurfa líka að skila inn venjulegu sakavottorði.
- Enginn er ráðin til Akstursþjónustu Hópbíla sem hlotið hefur refsidóma fyrir brot á ákvæðum 22. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með síðari breytingum.
- Bílar akstursþjónustunnar fara reglubundið í gegnum ítarlegar gæða- og öryggisúttektir á vegum Hópbíla. Niðurstöður úttektanna eru sýnilegar í ökutækjum.