Til þjónustu reiðubúin
Með fyrirmyndar bílaflota og starfsfólk með mikla reynslu bjóðum við upp á þjónustu fyrir þá sem vilja ferðast, fyrirtækjum sem og einstaklingum. Starfsfólk Hópbíla þekkir landið vel, töfra þess en ekki síður þær hættur sem eru á vegum í byggð og óbyggðum.
Hér fyrir neðan má skoða dæmi úr bílaflota Hópbíla. Hafðu samband og við gerum þér verðtilboð.
Við ferðumst með þér – alla leið
Takmark Hópbíla er að fólki líði vel í ferðunum og stór hluti þess er öryggi og sú frelsistilfinning sem fylgir því að vera öruggur á ferðum sínum. Hópbílar leitast við að veita þér bestu þjónustu á hagstæðasta verði sem mögulegt er.