Hópbílar hf. hafa ávallt haft það að markmiði að bjóða upp á góða þjónustu, hæfa og vel þjálfaða bílstjóra og góðar rútur með öllum helstu þægindum og öryggi.
Í samvinnu við danska fyrirtækið Traffilog Nord hefur fjarskiptatækni nú verið sett í bifreiðar okkar sem gerir okkur kleift að safna gögnum sem flytjast í miðlægt stjórnkerfi. Ítarleg skoðun fór fram til þess að finna hentugasta aðilann með skilvirkasta kerfið, sem mætir best þörfum okkar og okkar viðskiptavina. Við höfum því samið við Traffilog Nord, sem er leiðandi í framleiðslu og þjónustu alþjóðlegra og háþróaðra tæknikerfa, sem fellur einnig vel
að yfirlýstri stefnu okkar í umhverfis- og öryggismálum. Gagnasöfnunin er mikilvægur þáttur sem fer vel með áherslum okkar á heilsu og öryggi ásamt umhyggju gagnvart starfsfólki okkar. Það helst í hendur við skilvirkni og öryggi í akstri ásamt faglegri kostnaðarrýni.
Fjarskiptakerfi bifreiða notar GPS staðsetningarkerfi(Global Positioning System), sem svipar til Sat Nav tækis, til þess að fylgjast með og skrá upplýsingar um bifreiðina. Upplýsingar flytjast þaðan í miðlægan gagnagrunn.
Úr kerfinu er hægt að sækja frammistöðuskýrslur sem verða tiltækar fyrir bílstjóra og stjórnendur. Gögnum um bifreið, staðsetningu hennar og frammistöðu bílstjóra verður safnað úr kerfinu.