Það er mjög ánægjulegt að tilkynna að Hópbílar, Hagvagnar og Hagvagnar þjónusta hafa hlotið formlega jafnlaunavottun samkvæmt kröfum jafnlaunastaðalsins ÍST85.
Þessi vottun er mikilvægur áfangi fyrir félögin til að tryggja að greidd séu sömu laun fyrir jafn verðmæt störf, óháð kyni eða öðrum ómálefnalegum þáttum. Vottunin staðfestir jafnframt að við fylgjum viðurkenndum verklagsreglum um launaákvarðanir og vinnum markvisst að því að viðhalda jafnrétti innan fyrirtækisins.
Við erum mjög stolt af þessum árangri og er þetta ekki aðeins viðurkenning á þeirri vinnu sem þegar hefur verið unnin og stöðu félaganna í jafnréttismálum heldur einnig hvatning til áframhaldandi umbóta. Það er markmið okkar að skapa réttlátt og sanngjarnt vinnuumhverfi þar sem allir starfsmenn hafa jöfn tækifæri til að njóta sín og þróast í starfi og að félögin verði áfram framúrskarandi vinnustaðir.
Ef einhverjar spurningar vakna um jafnlaunavottunina eða jafnréttismál almennt innan fyrirtækjanna, hvetjum við ykkur til að hafa samband við skrifstofu.