Rútur

Bílarnir okkar

Hópbílar hf. hafa ætíð lagt mikla áherslu á að bjóða upp á nýja og nýlega  bíla og því getum við stolt sagt frá því að meðalaldur hópbifreiða hjá Hópbílum hf. er ekki nema um 6 ár. Við bjóðum upp á ýmsar stærðir og gerðir bíla. Rúturnar hafa allt frá 5 og upp í 71 sæti og má nefna Mercedes Benz Sprinter og ýmsar gerðir Renault bíla. Allir hafa bílarnir það sameiginlegt að vera nýir eða mjög nýlegir og eru sérlega vel útbúnir margs konar aukabúnaði, m.a. lyftur fyrir hjólastóla, allt til að gera ferðalagið öryggt og þægilegt. Samkvæmt tölum frá Umferðarstofu er meðal hópbifreiðin hér á landi 16 ára gömul en þá er átt við bifreiðar sem gerðar eru til að flytja 18 farþega og fleiri.