Starfsmenn

Starfsmannastefna Hópbíla hf.

Starfsmannastefna Hópbíla hf.  byggir að hluta til á skráðum lögum, reglum og samningum um tengsl starfsmanna og vinnustaðar. Jafnframt mótast starfsmannastefnan af þeim gagnkvæmu væntingum sem fyrirtækið  gerir til starfsmanna sinna og starfsmennirnir gera til fyrirtækisins  sem vinnustaðar.

Hópbílar hafa einsett sér að:

Endurskoða starfsmannastefnu fyrirtækisins reglulega og vinna að stöðugum umbótum í þágu starfsmanna.Starfsmannastefnunni er ætlað að vera til hvatningar og upplýsingar fyrir alla starfsmenn fyrirtækisins. Hún lýsir vilja fyritækisins til að vera góður vinnustaður þar sem gott starf er unnið af áhugasömu, samstilltu og ábyrgu fólki í anda jafnræðis. Starfsmannastefnunni er ætlað að tryggja starfsmönnum sem best starfsskilyrði og möguleika til að þroskast í starfi.

  • Lögð er áhersla á að ráða til starfa hæfasta starfsfólkið sem völ er á hverju sinn sem og áhugasömu starfsfólki með menntun og reynslu sem er best til þess fallinn að uppfylla þarfir og óskir viðskiptavinanna.
  • Gildandi kjarasamningum er fylgt og ákvæði þeirra túlkuð með hliðsjón af hagsmunum fyrirtækisins og starfsfólksins.
  • Leitast er við að gefa starfsfólki tækifæri á starfsþróun með markvissri fræðslu og þjálfun.
  • Samskipti starfsfólks innan fyrirtækisins og utan skulu grundvallast á siðfágun, trúnaði og virðingu fyrir tilvist og skoðunum annarra.
  • Leitast er við að upplýsingastreymi sé markvisst og að starfsfólk þekki réttar boðleiðir.
  • Stuðlað er að því að umhverfi og aðstæður tryggi öryggi og vellíðan starfsfólks við vinnu.
  • Jafnrétti er virt.
  • Starfsfólk skal sinna störfum sínum af heiðarleika, vandvirkni og ábyrgð.