Hópbílar hf. var stofnað árið 1995 og hefur það að markmiði að bjóða upp á nýjar og nýlegar hópbifreiðar með öllum helstu þægindum og öryggi. Með því stuðla Hópbílar að minni mengun. Nýir bílar gefa aðeins frá sér brot af þeim óæskilega útblæstri sem kemur frá gömlum hópbifreiðum. Helstu verkefni Hópbíla hf. eru tengd ferðaþjónustu og öllum þeim sem vilja ferðast, fyrirtækjum sem og einstaklingum. Einnig sjá Hópbílar hf. um skólaakstur fyrir Hafnarfjarðarbæ og akstur fatlaðra á Stór-Reykjavíkursvæðinu undir nafninu Aksturþjónusta Hópbíla. Hópbílar sjá einnig um utanbæjarakstur fyrir hönd Strætó Bs. Þar að auki sjá Hópbílar um allan akstur fyrir starfsmenn Alcan.

Einkunnarorð

Einkunnarorð okkar eru öryggi, umhverfið, hagur og þægindi.