Umhverfi

Við erum mjög meðvituð um umhverfisáhrif starfsemi okkar og það hefur alltaf verið einlæg stefna okkar að lágmarka þau áhrif, bæta stöðugt árangur í umhverfismálum og gera umhverfisvernd hátt undir höfði í allri okkar starfsemi.

Hópbílar hafa vottað umhverfisstjórnunarkerfi skv. ISO 14001 og voru árið 2003 með fyrstu fyrirtækjum landsins til að innleiða það. Okkur finnst mikilvægt að starfsemin sé í eins mikilli sátt við umhverfið og hægt er.

Umhverfisstefna Hópbíla

Hópbílar hafa sett sér þau markmið að:

  • Endurskoða Umhverfisstefnuna reglulega og vinna að stöðugum umbótum á umhverfisstjórnunarkerfi fyrirtækisins
  • Stuðla að mengunarvörnum með því að:
  • – Vakta mikilvæga umhverfisþætti í starfsemi fyrirtækisins.
    – Lágmarka og flokka úrgang sem fellur til hjá fyrirtækinu.
    – Draga úr mengandi útblæstri frá bílum fyrirtækinu.
  • Stuðla að sjálfbærri þróun með minni notkun hráefna, endurnýtingu og endurnotkun.
  • Velja birgja með hagsmuni umhverfisverndar að leiðarljósi.
  • Haga starfsemi fyrirtækjanna í samræmi við gildandi lög og reglur um umhverfismál sem og að fylgjast vel með breytingum á lögum og reglugerðum.
  • Efla umhverfisvitund starfsmanna með fræðslu og þjálfun og hvatningu um að framkvæma verk sín á umhverfisvænan hátt.
  • Sjá til þess að fyrirtækin uppfylli kröfur alþjóðlega umhverfisstjórnunarstaðalsins ISO 14001:2015.
  • Leggja áherslu á að starfsmenn og hagsmunaaðilar þekki umhverfisstefnuna og séu þátttakendur í að framfylgja henni.

Hópbílar eru fyrirtæki sem með starfsemi sinni geta haft neikvæð áhrif á umhverfið og eru háð lögum og reglugerðum um umhverfismál. Með þetta í huga nota Hópbílar umhverfisstjórnunarstaðalinn ISO 14001 sem leiðarvísi í allri sinni starfsemi.

Öryggi

Öryggi er veigamikill þáttur í starfsemi Hópbíla. Árið 2014 var innleitt vottað öryggisstjórnunarkerfi samkvæmt alþjóðastaðlinum ISO 45001. Ávallt er unnið markvisst í að efla öryggi og heilsu starfsmanna jafnt sem farþega og hefur öryggisvitund fest sig vel í sessi hjá okkar starfsmönnum. Það eru öryggisbelti í hverju sæti í öllum okkar bílum. Allir bílar eru ávallt útbúnir með tilliti til aðstæðna og síðast, en ekki síst, má nefna að allir bílar fara í reglubundið eftirlit á verkstæði okkar.

Öryggis- og heilsuverndarstefna Hópbíla

Hópbílar er fyrirtæki sem er umhugað um öryggi og heilsu starfsmanna og farþega. Fyrirtækið vill vera leiðandi á þessu sviði og leitast því við að bjóða upp á hæfa og vel þjálfaða bílstjóra og nýlega bíla. Með því er stuðlað að öryggi og þægindum eins og best verður á kosið.

Hópbílar hafa sett sér þau markmið að:

  • Endurskoða Öryggis- og heilsuverndarstefnu fyrirtækjanna reglulega og vinna að stöðugum umbótum á sviði heilsu- og öryggismála.
  • Efla öryggisvitund starfsmanna og annara hagsmunaaðila með:
    – Reglulegri fræðslu
    – Samráði og virkri þátttöku starfsmanna
    – Hvatningu til starfsmanna að framkvæma verk sín á öruggan hátt
    – Veita starfsmönnum, verktökum og gestum leiðsögn og þjálfun í heilsuverndar- og öryggismálum
  • Greina áhættuþætti í vinnuumhverfi starfsmanna og vinna að úrbótum til áhættuminnkunar
  • Stefna á slysalaust vinnuumhverfi þ.e.a.s að starfsmenn slasist ekki eða verði fyrir heilsufarslegu tjóni við vinnu sína
  • Ástunda virka atvikaskráningu með áherslu á skráningu næstum slysa
  • Velja birgja og verktaka með tilliti til frammistöðu þeirra í öryggismálum
  • Fylgjast vel með þeirri þróun sem á sér stað á lagaumhverfinu m.t.t. heilsu- og öryggismála og fylgja í hvívetna þeim kröfum sem gerðar eru hverju sinni
  • Fyrirtækin uppfylli kröfur alþjóðlega heilsu- og öryggisstaðalsins ISO 45001
  • Starfsmenn þess og hagsmunaðilar þekki öryggis- og heilsuverndarstefnuna og séu þátttakendur í því að framfylgja henni

Mannauður

Hópbílar leitast ávallt við að ráða til sín hæfasta starfsfólk sem völ er á. Reynt er að hafa starfsumhverfi þannig að starfsfólki líði vel í vinnu og félagið leggur sitt af mörkum til stuðnings félagslífi starfsmanna. Allt í þeim tilgangi að skapa góðan starfsanda. Vinnustaðagreiningar eru framkvæmdar reglulega sem og úttektir á vinnuaðstöðu. Hópbílar styðja og styrkja heilsueflingu starfsmanna sinna.

Hópbílar hafa sett sér þau markmið að:

  • Leggja áherslu á að ráða til starfa hæfasta starfsfólkið sem völ er á hverju sinni sem og áhugasamt starfsfólk með menntun og reynslu sem er best til þess fallið að uppfylla þarfir og óskir viðskiptavinanna.
  • Fylgja ávallt gildandi kjarasamningum og túlka ákvæði þeirra með hliðsjón af hagsmunum fyrirtækisins og starfsfólksins.
  • Leitast við að gefa starfsfólki tækifæri á starfsþróun með markvissri fræðslu og þjálfun.
  • Stuðla að því að umhverfi og aðstæður tryggi öryggi og vellíðan starfsfólks við vinnu.
  • Starfsfólk skal sinna störfum sínum af heiðarleika, vandvirkni og ábyrgð.

Einelti og áreitni

Það er Hópbílum mikilvægt að tryggja í alla staði öruggt starfsumhverfi á starfsstöðvum félagsins. Það er sameiginlegt verkefni stjórnenda og starfsmanna að stuðla að fyrirbyggjandi aðgerðum til að draga úr líkum á að einelti eða áreiti vðhafist á vinnustaðnum. Upplifi starfsmenn eða verði vitni að slíku athæfi skal undireins bregðast við samkvæmt sérstakri viðbragðsáætlun sem allir stjórnendur þekkja.

Öruggt starfsumhverfi

Hópbílar nota eftirfarandi skilgreiningar úr reglugerð nr. 1009/2015 um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum:

Einelti er síendurtekin hegðun sem almennt er til þess fallin að valda vanlíðan hjá þeim sem fyrir henni verður, svo sem að gera lítið úr, móðga, særa eða ógna viðkomandi eða að valda honum ótta.

Kynferðisleg áreitni er hvers kyns kynferðisleg hegðun sem er í óþökk þess sem fyrir henni verður og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi, einkum þegar hegðunin leiðir til ógnandi, fjandsamlegra, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi aðstæðna. Hegðunin getur verið orðbundin, táknræn og/eða líkamleg.

Hópbílar hafa sett sér þau markmið að:

  • Fræða alla starfsmenn um hvað kynferðislegt ofbeldi og einelti sé, hvað í því felst og hvert birtingaformið getur verið
  • Tryggja góð samskipti á vinnustaðnum með upplýsingagjöf, opinni umræðu, kurteisi og virðingu.
  • Stuðla að umburðarlyndi gagnvart þjóðerni, fötlun, kynhegðun, kynferð eða öðru sem kann að aðgreina starfsmann frá öðrum í starfshópnum
  • Stuðla að jákvæðum starfsanda, sjálfstæði í starfi og möguleikum starfsmanna að hafa áhrif á starfið.
  • Fylgja viðbragðsáætlun og tryggja nauðsynlega eftirfylgni komi atvik upp.
  • Lágmarka fjarveru starfsmanna komi upp mál sem tengjast kynferðislegu ofbeldi eða einelti með því að bjóða upp á aðstoð utanaðkomandi aðila til lausnar á málum.
  • Starfsmenn þekki stefnuna og séu þátttakendur í að framfylgja henni.
  • Einelti og kynferðisleg áreitni verða ekki liðin innan fyrirtækjanna. Komi hins vegar upp mál af þessum toga mega gerendur eiga von á skriflegri áminningu, tilfærslu í starfi og hugsanlega uppsögn.

Jafnlaunastefna

Hópbílar vilja heilshugar stuðla að jafnrétti kynjanna og að kynja- og jafnréttissjónarmiðum verði gert hátt undir höfði í allri starfsemi félagsins. Markmiðið er að gera Hópbíla að eftirsóttum vinnustað fyrir alla, án tillits til kynferðis, aldurs, litarhaftar, þjóðernis eða annara þátta sem aðgreina fólk. Við fylgjum í einu og öllu lögum, reglum og kjarasamningum um jafnrétti og og kjör starfsfólks.

  • Jafnréttisstefna

Jafnréttisstefna Hópbíla, Hagvagna og Hagvagna þjónustu er unnin í samræmi við íslensk lög nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.  Með jafnréttisstefnunni einsetja fyrirtækin sér að vinna markvisst að því að jafna stöðu kynjanna á vinnustaðnum.  Kynbundið ofbeldi, kynbundin og/eða kynferðisleg áreitni er alls ekki liðin á vinnustaðnum og skuldbinda fyrirtækin sig til þess að bregðast við ef slík atvik koma upp í samræmi við aðgerðir í jafnréttisáætlun.  Einnig miðar jafnréttisstefnan að því að fyrirtækin séu góðir og eftirsóknarverðir vinnustaðir fyrir alla, óháð kyni.

  • Jafnréttisáætlun

Í jafnréttisáætlun þessari eru markmið í jafnréttismálum skilgreind, tilgreint hvernig skal unnið að þeim og hver ber ábyrgð á aðgerðum. Einnig fylgir hverri aðgerð tímarammi þannig að hægt sé að fylgjast reglubundið með framvindu verkefna. Jafnréttisáætlunin er endurskoðuð a.m.k. árlega og þá er farið yfir stöðu verkefna og skoðað hvað hefur gengið vel og hvað má betur fara. Þetta er á ábyrgð umhverfis- og öryggisstjóra/skrifstofustjóra.

  • Launajafnrétti

Sjá 6.-7. gr. laga nr. 150/2020

Gæta skal fyllsta jafnréttis við ákvörðun launa og annarra starfskjara. Allt starfsfólk fær greidd jöfn laun og skal njóta sömu starfskjara fyrir jafnverðmæt störf.

Markmið:  Að konur og karlar og fólk með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá fái jöfn laun og njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafn verðmæt störf.

Aðgerð Ábyrgð Tímarammi
Marka stefnu í jafnlaunamálum Stjórnendur Október 2023
Jafnlaunastefna kynnt fyrir öllu starfsfólki Fræðslufulltrúi Október 2023
Jafnlaunastefna gerð aðgengileg á innri- og ytri vef Fræðslufulltrúi Október 2023
Jafnlaunastefna kynnt fyrir öllu nýju starfsfólki Fræðslufulltrúi Nýliðafræðsla við upphaf starfs
Greina laun og fríðindi starfsmanna til að kanna hvort um kynbundinn launamun er að ræða Skrifstofustjóri Árlegar launagreiningar
Leiðrétta launin ef fram kemur óútskýranlegur munur á launum kynjanna Skrifstofustjóri Árlegar launagreiningar
Öðlast jafnlaunavottun Umhverfis- og öryggisfulltrúi Desember 2023

 

  • Ráðningar

Sjá 12. gr. laga nr. 150/2020

Miðað skal að því að gæta fyllsta jafnréttis við ráðningu í nýtt starf og að val á starfsmanni sé óháð kyni. Auglýst störf skulu standa öllum kynjum opin til umsóknar.

Markmið:  Að laus störf standi öllum opin óháð kyni, kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum og/eða kyntjáningar.

Aðgerð Ábyrgð Tímarammi
Í starfsauglýsingum sé hvatning til einstaklinga óháð kyni, kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkenna eða kyntjáningar að sækja um.  

Mannauðsfulltrúi

Alltaf þegar starf er laust til umsóknar
Skráning haldin yfir auglýst störf, umsækjendur og ráðningar eftir kyni. Mannauðsfulltrúi Uppfæra þegar starf er auglýst
Samantekt gerð á samsetningu starfsmannahópsins eftir kyni. Skrifstofustjóri, launafulltrúi. Samhliða árlegri launagreiningu
  • Starfsþróun og endurmenntun

Sjá 12. gr. laga nr. 150/2020

Starfsfólk hefur tækifæri til starfsþróunar.  Í því felst meðal annars þátttaka í vinnuhópum og námskeiðum til að auka hæfni í starfi eða til undirbúnings fyrir önnur störf. Allt starfsfólk er hvatt til að sýna frumkvæði að endurmenntun og þátttöku í fræðslustarfi.

Markmið:  Að starfsþjálfun, endurmenntun og símenntun sé aðgengileg öllum kynjum.

Aðgerð Ábyrgð Tímarammi
Árleg greining á sókn kynjanna í sambærilegum störfum í endurmenntun og starfsþjálfun Skrifstofustjóri, launafulltrúi. September árlega
Skýringa leitað og endurbætur gerðar ef komi fram kynbundinn munur á sókn starfsfólks í endurmenntun og starfsþjálfun Skrifstofustjóri, launafulltrúi. September árlega

 

 

  • Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs

Sjá 13. gr. laga nr. 150/2020

Skipuleggja skal vinnufyrirkomulag og gera nauðsynlegar ráðstafanir til að gera starfsfólki kleift að samræma starfsskyldur sínar og einkalíf eins og frekast er kostur. Samræming þessara þátta byggist á gagnkvæmum skilningi vinnuveitanda og starfsfólks á þörfum hvors annars og vilja beggja aðila til að sýna tillitssemi og ná fram sanngjarnri niðurstöðu. Lykilhugtak í samræmingu vinnu og einkalífs er „sveigjanleiki”, en nota ber það með hagsmuni beggja aðila að leiðarljósi.

Markmið: Starfsfólki gert kleift að samræma starfsskyldur sínar og ábyrgð gagnvart fjölskyldu, óháð kyni.

Aðgerð Ábyrgð Tímarammi
Öllu nýju starfsfólki kynntur sá réttur sem þau eiga varðandi foreldra- og fæðingarorlof og leyfi vegna veikinda barna við ráðningu, óháð kyni Skrifstofustjóri Í allri nýliðafræðslu
Starfsfólk skal hafa skýr hlutverk og ábyrgðasvið sem gerir því auðveldara að skipuleggja vinnudaginn Stjórnendur, skrifstofustjóri Við árlega yfirferð starfslýsinga
  • Kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni

Sjá 14. gr. laga nr. 150/2020 og reglugerð félagsmálaráðuneytisins 1009/2015

Kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni eru ekki liðin né mismunun eða fordómar af nokkru tagi. Komi upp aðstæður innan vinnustaðarins sem lýsa má með ofangreindum hætti skal haft samband við næsta yfirmann. Einnig má leita aðstoðar hjá trúnaðarmönnum stéttarfélaganna. Unnið er með sérhvert tilfelli og hlutaðeigandi aðilar studdir til að leysa málin. Þyki ástæða til eru utanaðkomandi sérfræðingar fengnir til aðstoðar.

Markmið:  Að kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni sé ekki liðin

Aðgerð Ábyrgð Tímarammi
Skrifleg viðbragðsáætlun unnin um það hvernig tekið er á málum ef upp kemur kynferðislegt ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni Umhverfis- og öryggisstjóri Endurkoðun árlega

Markmið:  Stjórnendur og starfsfólk sé upplýst um viðbragðsáætlun gegn kynferðislegu ofbeldi, kynbundinni áreitni og kynferðislegri áreitni með reglubundnum hætti

 

 

Aðgerð Ábyrgð Tímarammi
Viðbragðsáætlunin gerð aðgengileg starfsmönnum Fræðslufulltrúi Endurskoða árlega
Viðbragðsáætlunin kynnt fyrir öllu nýju starfsfólki við ráðningu Fræðslufulltrúi Í allri nýliðafræðslu

 

Markmið: Koma í veg fyrir skaðlega vinnustaðamenningu og koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni

Aðgerð Ábyrgð Tímarammi
Reglubundin fræðsla fyrir stjórnendur og starfsfólk um kynbundið ofbeldi, kynbundna áreitni og kynferðislega áreitni Fræðslufulltrúi Nóvember ár hvert

 

  • Fræðsla um jafnréttismál

Sjá 4., 5. og 14. gr. laga nr. 150/2020

Markmið:  Að auka þekkingu stjórnenda og starfsfólks á jafnréttismálum

Aðgerð Ábyrgð Tímarammi
Regluleg námskeið um jafnréttismál með fjölbreyttum áherslum út frá mismunandi sjónarmiðum Fræðslufulltrúi Nóvember ár hvert

 

 

Hafnarfjörður, 4. október 2023

Pálmar Sigurðsson

framkvæmdastjóri

Jafnréttisstefna

Jafnréttisstefna Hópbíla, Hagvagna og Hagvagna þjónustu er unnin í samræmi við íslensk lög nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Með jafnréttisstefnunni einsetja fyrirtækin sér að vinna markvisst að því að jafna stöðu kynjanna á vinnustaðnum. Kynbundið ofbeldi, kynbundin og/eða kynferðisleg áreitni er alls ekki liðin á vinnustaðnum og skuldbinda fyrirtækin sig til þess að bregðast við ef slík atvik koma upp í samræmi við aðgerðir í jafnréttisáætlun. Einnig miðar jafnréttisstefnan að því að fyrirtækin séu góðir og eftirsóknarverðir vinnustaðir fyrir alla, óháð kyni.

  • Jafnréttisáætlun

Í jafnréttisáætlun þessari eru markmið í jafnréttismálum skilgreind, tilgreint hvernig skal unnið að þeim og hver ber ábyrgð á aðgerðum. Einnig fylgir hverri aðgerð tímarammi þannig að hægt sé að fylgjast reglubundið með framvindu verkefna. Jafnréttisáætlunin er endurskoðuð a.m.k. árlega og þá er farið yfir stöðu verkefna og skoðað hvað hefur gengið vel og hvað má betur fara. Þetta er á ábyrgð umhverfis- og öryggisstjóra/skrifstofustjóra.

  • Launajafnrétti

Sjá 6.-7. gr. laga nr. 150/2020

Gæta skal fyllsta jafnréttis við ákvörðun launa og annarra starfskjara. Allt starfsfólk fær greidd jöfn laun og skal njóta sömu starfskjara fyrir jafnverðmæt störf.

Markmið:  Að konur og karlar og fólk með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá fái jöfn laun og njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafn verðmæt störf.

Aðgerð Ábyrgð Tímarammi
Marka stefnu í jafnlaunamálum Stjórnendur Október 2023
Jafnlaunastefna kynnt fyrir öllu starfsfólki Fræðslufulltrúi Október 2023
Jafnlaunastefna gerð aðgengileg á innri- og ytri vef Fræðslufulltrúi Október 2023
Jafnlaunastefna kynnt fyrir öllu nýju starfsfólki Fræðslufulltrúi Nýliðafræðsla við upphaf starfs
Greina laun og fríðindi starfsmanna til að kanna hvort um kynbundinn launamun er að ræða Skrifstofustjóri Árlegar launagreiningar
Leiðrétta launin ef fram kemur óútskýranlegur munur á launum kynjanna Skrifstofustjóri Árlegar launagreiningar
Öðlast jafnlaunavottun Umhverfis- og öryggisfulltrúi Desember 2023

 

  • Ráðningar

Sjá 12. gr. laga nr. 150/2020

Miðað skal að því að gæta fyllsta jafnréttis við ráðningu í nýtt starf og að val á starfsmanni sé óháð kyni. Auglýst störf skulu standa öllum kynjum opin til umsóknar.

Markmið:  Að laus störf standi öllum opin óháð kyni, kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum og/eða kyntjáningar.

Aðgerð Ábyrgð Tímarammi
Í starfsauglýsingum sé hvatning til einstaklinga óháð kyni, kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkenna eða kyntjáningar að sækja um.  

Mannauðsfulltrúi

Alltaf þegar starf er laust til umsóknar
Skráning haldin yfir auglýst störf, umsækjendur og ráðningar eftir kyni. Mannauðsfulltrúi Uppfæra þegar starf er auglýst
Samantekt gerð á samsetningu starfsmannahópsins eftir kyni. Skrifstofustjóri, launafulltrúi. Samhliða árlegri launagreiningu
  • Starfsþróun og endurmenntun

Sjá 12. gr. laga nr. 150/2020

Starfsfólk hefur tækifæri til starfsþróunar.  Í því felst meðal annars þátttaka í vinnuhópum og námskeiðum til að auka hæfni í starfi eða til undirbúnings fyrir önnur störf. Allt starfsfólk er hvatt til að sýna frumkvæði að endurmenntun og þátttöku í fræðslustarfi.

Markmið:  Að starfsþjálfun, endurmenntun og símenntun sé aðgengileg öllum kynjum.

Aðgerð Ábyrgð Tímarammi
Árleg greining á sókn kynjanna í sambærilegum störfum í endurmenntun og starfsþjálfun Skrifstofustjóri, launafulltrúi. September árlega
Skýringa leitað og endurbætur gerðar ef komi fram kynbundinn munur á sókn starfsfólks í endurmenntun og starfsþjálfun Skrifstofustjóri, launafulltrúi. September árlega

 

 

  • Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs

Sjá 13. gr. laga nr. 150/2020

Skipuleggja skal vinnufyrirkomulag og gera nauðsynlegar ráðstafanir til að gera starfsfólki kleift að samræma starfsskyldur sínar og einkalíf eins og frekast er kostur. Samræming þessara þátta byggist á gagnkvæmum skilningi vinnuveitanda og starfsfólks á þörfum hvors annars og vilja beggja aðila til að sýna tillitssemi og ná fram sanngjarnri niðurstöðu. Lykilhugtak í samræmingu vinnu og einkalífs er „sveigjanleiki”, en nota ber það með hagsmuni beggja aðila að leiðarljósi.

Markmið: Starfsfólki gert kleift að samræma starfsskyldur sínar og ábyrgð gagnvart fjölskyldu, óháð kyni.

Aðgerð Ábyrgð Tímarammi
Öllu nýju starfsfólki kynntur sá réttur sem þau eiga varðandi foreldra- og fæðingarorlof og leyfi vegna veikinda barna við ráðningu, óháð kyni Skrifstofustjóri Í allri nýliðafræðslu
Starfsfólk skal hafa skýr hlutverk og ábyrgðasvið sem gerir því auðveldara að skipuleggja vinnudaginn Stjórnendur, skrifstofustjóri Við árlega yfirferð starfslýsinga
  • Kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni

Sjá 14. gr. laga nr. 150/2020 og reglugerð félagsmálaráðuneytisins 1009/2015

Kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni eru ekki liðin né mismunun eða fordómar af nokkru tagi. Komi upp aðstæður innan vinnustaðarins sem lýsa má með ofangreindum hætti skal haft samband við næsta yfirmann. Einnig má leita aðstoðar hjá trúnaðarmönnum stéttarfélaganna. Unnið er með sérhvert tilfelli og hlutaðeigandi aðilar studdir til að leysa málin. Þyki ástæða til eru utanaðkomandi sérfræðingar fengnir til aðstoðar.

Markmið:  Að kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni sé ekki liðin

Aðgerð Ábyrgð Tímarammi
Skrifleg viðbragðsáætlun unnin um það hvernig tekið er á málum ef upp kemur kynferðislegt ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni Umhverfis- og öryggisstjóri Endurkoðun árlega

Markmið:  Stjórnendur og starfsfólk sé upplýst um viðbragðsáætlun gegn kynferðislegu ofbeldi, kynbundinni áreitni og kynferðislegri áreitni með reglubundnum hætti

Aðgerð Ábyrgð Tímarammi
Viðbragðsáætlunin gerð aðgengileg starfsmönnum Fræðslufulltrúi Endurskoða árlega
Viðbragðsáætlunin kynnt fyrir öllu nýju starfsfólki við ráðningu Fræðslufulltrúi Í allri nýliðafræðslu

 

Markmið: Koma í veg fyrir skaðlega vinnustaðamenningu og koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni

Aðgerð Ábyrgð Tímarammi
Reglubundin fræðsla fyrir stjórnendur og starfsfólk um kynbundið ofbeldi, kynbundna áreitni og kynferðislega áreitni Fræðslufulltrúi Nóvember ár hvert

 

  • Fræðsla um jafnréttismál

Sjá 4., 5. og 14. gr. laga nr. 150/2020

Markmið:  Að auka þekkingu stjórnenda og starfsfólks á jafnréttismálum

Aðgerð Ábyrgð Tímarammi
Regluleg námskeið um jafnréttismál með fjölbreyttum áherslum út frá mismunandi sjónarmiðum Fræðslufulltrúi Nóvember ár hvert

Hafnarfjörður, 4. Október 2023

Persónuverndarstefna Hópbíla/Hagvagna

Vinnsla persónuupplýsinga hjá Hópbílum/Hagvögnum fer fram skv. lögum nr. 90/2018.
Hópbílar/Hagvangar safna og vista nauðsynlegar persónuupplýsingar sem fyrirtækinu berast vegna umsókna, eftirlits, atvikaskráninga og slysa.

Hópbílar/Hagvagnar fara með og vernda allar persónuupplýsingar í samræmi við gildandi lög og reglur hverju sinni.
Starfsfólk Hópbíla/Hagvagna gætir þess í hvívetna að öll vinnsla með persónuupplýsingar sé sanngjörn, lögmæt og áreiðanleg og að öryggi upplýsinga sé tryggt.